utubets.com

YouTube transcript

7 Myths About The Brain You Thought Were True

Languages available: en-GB el iw is id ja pl pt pt-PT ro es es-419 tr

transcript:
Heilinn er merkilegur og flókinn - en takmarkaður skilningur okkar hefur leitt til ýmis konar goðsagna í gegn um árin til dæmis "því stærri því betri". Á meðan þetta getur verið satt þegar talað er um önnur líffæri þá er nóg að skoða heila búrhvelis, sem er nær 6 sinnum stærri en manneskju, til að horfa á þessa goðsögn falla úr gildi. jú, hvalir eru vissulega gáfuð dýr, en vitsmunalegir hæfileikar þeirra blikna í samanburði við okkar eigin. Fórstu út að skemmta þér í gær? Engar áhyggjur, áfengi drepur í raun ekki heilasellur. Hins vegar veldur það skaða og vandamálum þegar kemur að því að koma skilaboðum milli taugaenda, skaðinn getur að mestu leiti gengið til baka. Eins, valda fíkniefni ekki beint götum í heilanum. Þó sum geti vissulega varanlega breytt virkni og uppsetningu heilans, það eina sem getur valdið götum í heilanum eru líkamlegir áverkar Það er gott að þú hefur 100 billjónir heilasella -eða ekki. Það var ekki fyrr en árið 2009 að vísindamenn komust að því að rauntalan er nær 86 billjónum. Vissulega virðist það vera lítill munur, en þessar 14 billjónir tauga eru af sömu stærð og allur heili bavíana. Til að hjálpa ykkur að skilja betur þessar tölur, ýmindið ykkur að 1 milljón sekúnta eru 12 dagar, en 1 billjón sekúnta eru 31 ár. Svo þessar 14 billjónir tauga eru ekki svo fáar. Hins vegar, við getum ekki notað þær allar er það nokkuð? Flestar bíómyndir og sci-fi bækur gefa manni þann skilning að manneskjan geti bara notað um 10% heilans... sem er algjör vitleysa. Þökk sé nútíma tækni í heilaskönnun, vitum við að við notum allan heilann - alltaf! Ekki endilega allan á sama tíma - Þegar þið labbið, til dæmis, hlutar heilans sem tengdir eru hreyfingu eru virkari en önnur svæði. Hins vegar er enginn hluti heilans sem gerir ekki neitt. Heilinn er einungis 3% af heildarþyngd okkar en notar 20% orkunnar. Það er önnum kafinn heili! En vanalega notum við aðra hliðina meira en hina ekki satt? Nei! Þó búið sé að telja þér trú um að ef þú hugsar meira rökrétt eða tölfræðilega að þú sért þá vinstri sinnuð og ef þú ert skapandi eða treystir frekar á innsæi að þá sért hægri sinnaður, það er einfaldlega ekki satt. Þó mismundandi hliðar heilans eru vissulega notaðar fyrir sérstök hlutverk - til dæmis, tungumál notar vinstri hlutann en hægri hlutinn hjálpar við að lesa úr tilfinningum - rannsóknir á þúsundum einstaklinga sýna engin sönnungargögn um að annað svæðið sé sterkara en hitt. Með öðrum orðum, þú notar báðar hliðar jafnmikið. Þú hefur heldur ekki 5 skyn eins og hefur verið haldið fram - í raun hefur þú mun fleiri! Svo sem sársaukaskyn sem skynjar sársauka eða líkamsvitund sem hjálpar okkur að skilja hvernig líkami okkar liggur. Tölum ekki um jafnvægisskynið, hitaskyn og tilfinningin hvernig tíminn líður Vísindamenn hjá GE's Global Research Centers eru komnir í samvinnu með helstu rannsakendum og stofnunum til að fletta ofan af starfsemi heilans. Ef þið hafið áhuga á að afsanna fleiri sögusagnir eða viljið skilja heilann betur þá getið þið fylgst með starfsemi þeirra í GE Reports þar sem þeir vinna saman til að komast að helstu leyndardómum heilans. Sérstakar þakkir fá GE fyrir að styðja þennan þátt AsapScience Og komið í áskrift fyrir fleiri vikulega vísinda myndbönd! -Tinna